Meiðsli Óla þjappa hinum saman Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2008 19:42 Sigurður Sveinsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Ég held að meiðsli Óla hljóti að þjappa mönnum enn betur saman fyrir leikinn gegn Slóvökum á morgun," sagði Sigurður Sveinsson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland tapaði eins og alkunna er fyrir Svíþjóð í gær, 24-19, eftir að hafa verið mest tíu mörkum undir í síðari hálfleik. Óhætt er að segja að strákarnir okkar hafi einfaldlega verið slegnir í rot. „Mér fannst að sóknarleikurinn hafi einfaldlega frosið. Það var enginn sem tók af skarið og það var lítið skotið. Þeir hafa hreinlega verið svona yfirspenntir, greyin." En aðalmál dagsins eru meiðsli Ólafs Stefánssonar sem verður ekki með gegn Slóvökum á morgun. „Ég held að þetta hljóti að þjappa hinum leikmönnunum saman. Það er einu sinni þannig að Óli er búinn að halda þessu uppi í mörg ár. Núna þegar hann vantar verða hinir að taka af skarið og sýna og sanna að liðið snýst ekki bara um Óla. Það eru aðrir leikmenn í liðinu og eins og alltaf kemur maður í manns stað." „Það er engu að síður alveg ljóst að strákarnir þurfa að ná alveg skínandi góðum leik ef þeir ætla að vinna Slóvakana. En það er enginn vafi á því að þeir leggja sig 150 prósent fram og ætla ekki að valda fyrirliðanum sínum vonbrigðum." „Svo gæti líka verið spurning hvernig þessar fréttir fara í mótherjana. Þeir gætu allt í einu haldið að þetta verði eitthvað létt fyrst að besti maðurinn verður ekki með." En því er ekki að neita að það eru færir handboltamenn sem geta leyst Ólaf af hólmi. „Við erum ein af þessum fáum þjóðum sem eru með mikinn fjölda örvhentra skytta. Það sást til dæmis í leik Dana og Norðmanna í gær að hvorugt lið byrjaði með örvhenta skyttu á vellinum." Hann býst ekki við því að leikmenn leggist í volæði eftir úrslit gærdagsins og meiðsli Ólafs. „Nei, það er langt frá því. B-liðið okkar sannaði á Posten Cup að þeir gátu vel unnið hvaða lið sem er. Þeir voru til að mynda vel á veg komnir með að vinna Ungverja. Það var talað um það fyrir mótið að við erum með breiðan hóp og við verðum að geta tekið því ef einn úr hópnum meiðist. Því miður þurfti það að vera aðalmaðurinn í þetta sinn. En það mun vonandi efla hina leikmennina." Sigurði fannst þó furðulegt að Alfreð væri ekki búinn að kalla annan leikmann til Noregs. „Alfreð er ekkert búinn að hringja í mig. Ég bíð enn við símann." Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
„Ég held að meiðsli Óla hljóti að þjappa mönnum enn betur saman fyrir leikinn gegn Slóvökum á morgun," sagði Sigurður Sveinsson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland tapaði eins og alkunna er fyrir Svíþjóð í gær, 24-19, eftir að hafa verið mest tíu mörkum undir í síðari hálfleik. Óhætt er að segja að strákarnir okkar hafi einfaldlega verið slegnir í rot. „Mér fannst að sóknarleikurinn hafi einfaldlega frosið. Það var enginn sem tók af skarið og það var lítið skotið. Þeir hafa hreinlega verið svona yfirspenntir, greyin." En aðalmál dagsins eru meiðsli Ólafs Stefánssonar sem verður ekki með gegn Slóvökum á morgun. „Ég held að þetta hljóti að þjappa hinum leikmönnunum saman. Það er einu sinni þannig að Óli er búinn að halda þessu uppi í mörg ár. Núna þegar hann vantar verða hinir að taka af skarið og sýna og sanna að liðið snýst ekki bara um Óla. Það eru aðrir leikmenn í liðinu og eins og alltaf kemur maður í manns stað." „Það er engu að síður alveg ljóst að strákarnir þurfa að ná alveg skínandi góðum leik ef þeir ætla að vinna Slóvakana. En það er enginn vafi á því að þeir leggja sig 150 prósent fram og ætla ekki að valda fyrirliðanum sínum vonbrigðum." „Svo gæti líka verið spurning hvernig þessar fréttir fara í mótherjana. Þeir gætu allt í einu haldið að þetta verði eitthvað létt fyrst að besti maðurinn verður ekki með." En því er ekki að neita að það eru færir handboltamenn sem geta leyst Ólaf af hólmi. „Við erum ein af þessum fáum þjóðum sem eru með mikinn fjölda örvhentra skytta. Það sást til dæmis í leik Dana og Norðmanna í gær að hvorugt lið byrjaði með örvhenta skyttu á vellinum." Hann býst ekki við því að leikmenn leggist í volæði eftir úrslit gærdagsins og meiðsli Ólafs. „Nei, það er langt frá því. B-liðið okkar sannaði á Posten Cup að þeir gátu vel unnið hvaða lið sem er. Þeir voru til að mynda vel á veg komnir með að vinna Ungverja. Það var talað um það fyrir mótið að við erum með breiðan hóp og við verðum að geta tekið því ef einn úr hópnum meiðist. Því miður þurfti það að vera aðalmaðurinn í þetta sinn. En það mun vonandi efla hina leikmennina." Sigurði fannst þó furðulegt að Alfreð væri ekki búinn að kalla annan leikmann til Noregs. „Alfreð er ekkert búinn að hringja í mig. Ég bíð enn við símann."
Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira