Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður 8. nóvember 2008 12:24 Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka." Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka."
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira