Breyting á viðmiðum myndi auka verðbólgu Ingimar Karl Helgason og Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 16. apríl 2008 00:01 Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs „Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins." Héðan og þaðan Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
„Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins."
Héðan og þaðan Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent