Viðskipti erlent

Betsson datt ekki í lukkupottinn

Hagnaður Betsson var minni en gert hafði verið ráð fyrir.
Hagnaður Betsson var minni en gert hafði verið ráð fyrir.
Betsson hagnaðist um 58 milljónir sænskra króna, sem jafngildir um 700 milljónum íslenskra á fyrsta ársfjórðungi 2008. Gert hafði verið ráð fyrir að hagnaðurinn yrði á bilinu 60-65 milljónir sænskra króna.

Nettóhagnaður var 54 milljónir sænskra króna eða 650 milljónir íslenskra króna. Þetta þýðir að hagnaðurinn var 1,36 sænskar krónur á hlut. Nettóvelta fyrirtækisins var 228 milljónir sænskra króna, eða um 2,7 milljarðar, en spáð hafði verið að nettóveltan yrði á bilinu 201 - 210 milljónir sænskar, eða um 2,4 - 2,5 milljarðar íslenskra króna.

Betsson gerir ráð fyrir að netspil verði vinsælli á næstunni og markaðurinn því stækka. Gerir Betsson ráð fyrir því að hlutdeild þeirra á markaðnum verði um 20-30 prósent. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×