Hljóp 530 km í maí 2. júlí 2008 00:01 Börkur Árnason undirbýr sig nú af krafti fyrir 166 kílómetra hlaup í kringum Mont Blanc sem fer fram í lok ágúst. Mynd/ragnheiður guðmundsdóttir „Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árnason, sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátttöku í einu stærsta og erfiðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra. ,,Hlaupið í fyrra var mikil upplifun enda frábært útsýni og mikil stemning í kringum þetta hlaup. Þetta var vissulega erfitt, mikill hiti var á tímabili sem gerði hlaupurum erfitt fyrir og sá ég þann kost vænstan að henda mér niður á dýnu í hálftíma eftir 25 klukkustundir á ferðinni til að safna smá orku fyrir „endasprettinn“ sem tók bara tíu tíma. En það var ólýsanlega gaman að koma í mark snemma á sunnudagsmorgun í Chamonix eftir að hafa farið þessa löngu og erfiðu leið,“ segir Börkur. Hlaupaleiðin liggur í kringum fjallið Mont Blanc, í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Hlaupið er yfir fjöldann allan af fjöllum og fjallaskörðum og þar af eru fjögur fjöll sem eru í 2.500 metra hæð. Hlaupið er alls 166 kílómetrar að lengd. Hann segist fyrst hafa byrjað að hlaupa af einhverju marki árið 2002. Yfirleitt æfir hann ekki mikið í lok árs en byrjar aftur markvisst í kringum áramót. ,,Ég lagði meiri áherslu á styrktaræfingar í vetur en áður,“ segir Börkur. Börkur tók einnig þátt í fyrsta 100 kílómetra hlaupinu sem haldið var hérlendis í byrjun mánaðarins, sem og Mývatnsmaraþoni vikuna áður. Hann stefnir að því að taka þátt í Laugavegsmaraþoni og Jökulsárhlaupi nú í júlí en reiknar ekki með að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem er haldið vikuna fyrir Mont Blanc-hlaupið. Hugsanlega bætist við eitt 180 km hlaup í Bretlandi seinna í haust. Þess má til gamans geta að Börkur tók ,,létt skokk“ um liðna helgi og hljóp Fimmvörðuhálsinn á innan við þremur klukkustundum. Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
„Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árnason, sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátttöku í einu stærsta og erfiðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra. ,,Hlaupið í fyrra var mikil upplifun enda frábært útsýni og mikil stemning í kringum þetta hlaup. Þetta var vissulega erfitt, mikill hiti var á tímabili sem gerði hlaupurum erfitt fyrir og sá ég þann kost vænstan að henda mér niður á dýnu í hálftíma eftir 25 klukkustundir á ferðinni til að safna smá orku fyrir „endasprettinn“ sem tók bara tíu tíma. En það var ólýsanlega gaman að koma í mark snemma á sunnudagsmorgun í Chamonix eftir að hafa farið þessa löngu og erfiðu leið,“ segir Börkur. Hlaupaleiðin liggur í kringum fjallið Mont Blanc, í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Hlaupið er yfir fjöldann allan af fjöllum og fjallaskörðum og þar af eru fjögur fjöll sem eru í 2.500 metra hæð. Hlaupið er alls 166 kílómetrar að lengd. Hann segist fyrst hafa byrjað að hlaupa af einhverju marki árið 2002. Yfirleitt æfir hann ekki mikið í lok árs en byrjar aftur markvisst í kringum áramót. ,,Ég lagði meiri áherslu á styrktaræfingar í vetur en áður,“ segir Börkur. Börkur tók einnig þátt í fyrsta 100 kílómetra hlaupinu sem haldið var hérlendis í byrjun mánaðarins, sem og Mývatnsmaraþoni vikuna áður. Hann stefnir að því að taka þátt í Laugavegsmaraþoni og Jökulsárhlaupi nú í júlí en reiknar ekki með að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem er haldið vikuna fyrir Mont Blanc-hlaupið. Hugsanlega bætist við eitt 180 km hlaup í Bretlandi seinna í haust. Þess má til gamans geta að Börkur tók ,,létt skokk“ um liðna helgi og hljóp Fimmvörðuhálsinn á innan við þremur klukkustundum.
Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira