NBA í nótt: Houston vann Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2008 09:44 Tracy McGrady átti stórleik með Houston í nótt. Nordic Photos / Getty Images Houston Rockets minntu á sig í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með góðum sigri á Denver Nuggets, 108-96. Nokkrir leikmanna Houston hafa átt við meiðsli að stríða að undanförnu en liðið sýndi hversu megnugt það getur orðið ef allir eru heilir. Tracy McGrady átti stórleik og náði þrefaldri tvennu í fjórða skipti á ferlinum og í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Hann skoraði 20 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Yao Ming átti einnig góðan leik og skoraði 32 stig. Tracy McGrady skoraði 20 stig og Aaron Books var með átján stig en Houston hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Houston náði að halda Denver í aðeins 35 stigum í síðari hálfleik og nýtti alls 55 prósent skota sína utan af velli. Artest hafði misst af síðustu tveimur leikjum Houston vegna ökklameiðsla og þá var Rafer Alston frá vegna tognunar á lærvöðva. Þá er Brent Barry enn frá en hann hefur nú misst af níu leikjum í röð. Hjá Denver var Carmelo Anthony með 22 stig og JR Smith sautján. Chauncey Billups skoraði aðeins átta stig í leiknum en liðið hefur nú unnið sextán leiki en tapað fimm síðan hann kom til liðsins. New Orleans vann Memphis, 91-84. Chris Paul var með átján stig, níu stoðsendingar og fimm stolna bolta. James Posey bætti við fimmtán stigum fyrir New Orleans. LA Clippers vann Oklahoma, 98-88. Zach Randolph var með 22 stig og þrettán fráköst en þetta var hans fjórða tvöfalda tvenna í röð. Charlotte vann Chicago, 110-101, í framlengdum leik. DJ Augustin skoraði 29 stig en þetta var fyrsti sigur Charlotte í síðustu átta leikjum liðsins. LA Lakers vann New York, 116-114. Kobe Bryant var með 28 stig í leiknum en Lakers var fimmtán stigum undir í hálfleik. Portland vann Sacramento, 109-77. Brandon Roy var með 29 stig þó svo að hann hafi ekkert komið við sögu í fjórða leikhluta. LaMarcus Aldridge var með fimmtán stig og tíu fráköst. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Houston Rockets minntu á sig í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með góðum sigri á Denver Nuggets, 108-96. Nokkrir leikmanna Houston hafa átt við meiðsli að stríða að undanförnu en liðið sýndi hversu megnugt það getur orðið ef allir eru heilir. Tracy McGrady átti stórleik og náði þrefaldri tvennu í fjórða skipti á ferlinum og í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Hann skoraði 20 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Yao Ming átti einnig góðan leik og skoraði 32 stig. Tracy McGrady skoraði 20 stig og Aaron Books var með átján stig en Houston hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Houston náði að halda Denver í aðeins 35 stigum í síðari hálfleik og nýtti alls 55 prósent skota sína utan af velli. Artest hafði misst af síðustu tveimur leikjum Houston vegna ökklameiðsla og þá var Rafer Alston frá vegna tognunar á lærvöðva. Þá er Brent Barry enn frá en hann hefur nú misst af níu leikjum í röð. Hjá Denver var Carmelo Anthony með 22 stig og JR Smith sautján. Chauncey Billups skoraði aðeins átta stig í leiknum en liðið hefur nú unnið sextán leiki en tapað fimm síðan hann kom til liðsins. New Orleans vann Memphis, 91-84. Chris Paul var með átján stig, níu stoðsendingar og fimm stolna bolta. James Posey bætti við fimmtán stigum fyrir New Orleans. LA Clippers vann Oklahoma, 98-88. Zach Randolph var með 22 stig og þrettán fráköst en þetta var hans fjórða tvöfalda tvenna í röð. Charlotte vann Chicago, 110-101, í framlengdum leik. DJ Augustin skoraði 29 stig en þetta var fyrsti sigur Charlotte í síðustu átta leikjum liðsins. LA Lakers vann New York, 116-114. Kobe Bryant var með 28 stig í leiknum en Lakers var fimmtán stigum undir í hálfleik. Portland vann Sacramento, 109-77. Brandon Roy var með 29 stig þó svo að hann hafi ekkert komið við sögu í fjórða leikhluta. LaMarcus Aldridge var með fimmtán stig og tíu fráköst.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira