Ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa Annas Sigmundsson skrifar 23. júlí 2008 06:00 Gylfi Magnússon Hann segir ávöxtun hérlendis ævintýralega í alþjóðlegum samanburði. Gylfi telur ólíklegt að uppsveilfa verði á markaðinum næstu mánuði.markaðurinn/gva „Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
„Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira