NBA: Philadelphia skellti Detroit 21. apríl 2008 09:42 Pau Gasol átti stórleik í sigri LA Lakers á Denver í nótt NordcPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Detroit þar sem Philadelphia skellti heimamönnum 90-86 í fyrsta leik liðanna. Leikmenn Detroit eiga það stundum til að vera of góðir með sig og fengu að kenna á því í nótt. Liðið var 15 stigum yfir á kafla í 2. leikhlutanum, en gestirnir náðu með hörku að tryggja sér sigur í lokin. Andre Miller skoraði 20 stig fyrir Philadelphia, Willie Green 17 og Andre Iguodala 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Easheed Wallace skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og varði 7 skot fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 14 stig en fór illa að ráði sínu undir lok leiksins þar sem hann klikkaði m.a. illa á vítalínunni. Tölfræðin Gasol frábær í sigri Lakers LA Lakers vann góðan sigur á Denver á heimavelli sínum í fyrsta leik liðanna 128-114. Pau Gasol átti sannkallaðan stórleik í liði Lakers. Hann skoraði 36 stig, hitti úr 14 af 20 skotum sínum, hirti 16 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kobe Bryant skoraði megnið af 32 stigum sínum undir lok leiksins og Lamar Odom bætti við 17 stigum og 14 fráköstum. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony skoruðu sitt hvor 30 stigin fyrir Denver og Linas Kleiza skoraði 23 stig af bekknum. Tölfræðin Howard öflugur í sigri Orlando Orlando vann sigur á Toronto í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Orlando vann fyrsta leikhlutann 42-23 og lagði þar með grunninn að sigrinum, en þessi leikur fór fram á heimavelli Orlando. Dwight Howard var skæður í liði Orlando og skoraði 25 stig, hirti 23 fráköst og varði 5 skot, Jameer Nelson skoraði 24 stig og Hedo Turkoglu skoraði 21 stig. Hjá Torontoo var Anthony Parker stigahæstur með 24 stig, Chris Bosh var með 21 stig og Jason Kapono 18 stig. Tölfræðin Auðvelt hjá Boston Loks vann Boston mjög auðveldan 104-81 sigur á Atlanta á heimavelli sínum. Mikil flugeldasýning var fyrir leikinn í Garðinum í Boston og reykjarmökk lagði yfir völlinn fyrstu mínúturnar. Sýningin hélt svo áfram inni á vellinum og var Boston búið að gera út um hann fljótlega í síðari hálfleiknum. Byrjunarliðsmenn Boston áttu náðugan dag og spiluðu ekki meira en 35 mínútur. Ray Allen skoraði 18 stig, Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 16 stig og Rajon Rondo 15. Al Horford átti skínandi leik hjá Atlanta með 20 stig og 10 fráköst og Joe Johnson skoraði 19 stig, en ljóst er að Atlanta á erfiða daga fyrir höndum gegn sterku liði Boston. Tölfræðin NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Detroit þar sem Philadelphia skellti heimamönnum 90-86 í fyrsta leik liðanna. Leikmenn Detroit eiga það stundum til að vera of góðir með sig og fengu að kenna á því í nótt. Liðið var 15 stigum yfir á kafla í 2. leikhlutanum, en gestirnir náðu með hörku að tryggja sér sigur í lokin. Andre Miller skoraði 20 stig fyrir Philadelphia, Willie Green 17 og Andre Iguodala 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Easheed Wallace skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og varði 7 skot fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 14 stig en fór illa að ráði sínu undir lok leiksins þar sem hann klikkaði m.a. illa á vítalínunni. Tölfræðin Gasol frábær í sigri Lakers LA Lakers vann góðan sigur á Denver á heimavelli sínum í fyrsta leik liðanna 128-114. Pau Gasol átti sannkallaðan stórleik í liði Lakers. Hann skoraði 36 stig, hitti úr 14 af 20 skotum sínum, hirti 16 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kobe Bryant skoraði megnið af 32 stigum sínum undir lok leiksins og Lamar Odom bætti við 17 stigum og 14 fráköstum. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony skoruðu sitt hvor 30 stigin fyrir Denver og Linas Kleiza skoraði 23 stig af bekknum. Tölfræðin Howard öflugur í sigri Orlando Orlando vann sigur á Toronto í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Orlando vann fyrsta leikhlutann 42-23 og lagði þar með grunninn að sigrinum, en þessi leikur fór fram á heimavelli Orlando. Dwight Howard var skæður í liði Orlando og skoraði 25 stig, hirti 23 fráköst og varði 5 skot, Jameer Nelson skoraði 24 stig og Hedo Turkoglu skoraði 21 stig. Hjá Torontoo var Anthony Parker stigahæstur með 24 stig, Chris Bosh var með 21 stig og Jason Kapono 18 stig. Tölfræðin Auðvelt hjá Boston Loks vann Boston mjög auðveldan 104-81 sigur á Atlanta á heimavelli sínum. Mikil flugeldasýning var fyrir leikinn í Garðinum í Boston og reykjarmökk lagði yfir völlinn fyrstu mínúturnar. Sýningin hélt svo áfram inni á vellinum og var Boston búið að gera út um hann fljótlega í síðari hálfleiknum. Byrjunarliðsmenn Boston áttu náðugan dag og spiluðu ekki meira en 35 mínútur. Ray Allen skoraði 18 stig, Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 16 stig og Rajon Rondo 15. Al Horford átti skínandi leik hjá Atlanta með 20 stig og 10 fráköst og Joe Johnson skoraði 19 stig, en ljóst er að Atlanta á erfiða daga fyrir höndum gegn sterku liði Boston. Tölfræðin
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira