Vopnahlé á Íslandi 7. janúar 2008 11:34 Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun
Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER.