Körfubolti

Bandaríkin mæta Ástralíu í átta liða úrslitum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chris Paul og LeBron James bregða á leik fyrir leikinn í dag.
Chris Paul og LeBron James bregða á leik fyrir leikinn í dag.

Dwight Howard skoraði 22 stig þegar bandaríska körfuboltaliðið rúllaði yfir Þýskaland 106-57 í dag. Riðlakeppni körfuboltakeppninnar er lokið en Bandaríkin unnu B-riðilinn örugglega.

Bandaríkin munu á miðvikudag leika gegn Ástralíu í átta liða úrslitum. Ástralía vann Litháen í dag 106-75 en fyrir leikinn hafði Litháen tryggt sér sigurinn í A-riðli og mun leika gegn Kína í átta liða úrslitum.

Grikkland vann Kína 91-77 og mun mæta Argentínu og þá komst Króatía í leik gegn Spáni með því að leggja Íran 91-57.

Evrópumeistarar Rússlands eru meðal þeirra liða sem komust ekki áfram í átta liða úrslitin.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×