Handbolti

Stjarnan deildabikarmeistari

Alina Petrache fór á kostum hjá Stjörnunni
Alina Petrache fór á kostum hjá Stjörnunni Mynd/Anton Brink

Stjarnan varð í dag deildabikarmeistari kvenna í handbolta eftir 28-27 sigur á Haukum í æsispennandi úrslitaleik.

Staðan var jöfn 14-14 í hálfleik og Haukaliðið fékk tækifæri til að jafna leikinn úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn, en Hönnu G Stefánsdóttur tókst ekki að skora úr vítinu og því vann Stjarnan leikinn.

Alina Petrache var markahæst hjá Stjörnunni með 12 mörk en Ramune Pekarskyte skoraði 9 fyrir Hauka og Hanna 7.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×