Snorri rauf 500 marka múrinn Elvar Geir Magnússon skrifar 13. ágúst 2008 23:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handknattleik, rauf 500 marka múrinn í leiknum gegn Þjóðverjum á Ólympíuleikunum í Peking þegar Íslendingar fögnuðu góðum sigri á heimsmeisturunum, 33-29. Snorri Steinn skoraði 8 mörk í leiknum og hefur hann skorað 503 mörk í leikjum með landsliðinu. Hann er kominn í hóp öflugra leikmanna, sem hafa náð því að skora meira en 500 mörk með landsliðinu. Þar má sjá nöfn eins og Kristján Arason, Sigurð V. Sveinsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Alfreð Gíslason, Júlíus Jónasson, Geir Hallsteinsson, Valdimar Grímsson, Bjarka Sigurðsson, Ólaf Stefánsson, Patrek Jóhannesson og Guðjón Val Sigurðsson. Snorri Steinn, sem er markahæstur á Ólympíuleikunum með 20 mörk ásamt Þjóðverjunum Michael Klaus, skoraði 12 mörk í fyrsta leiknum gegn Rússum. Það hefur ekki annar íslenskur leikmaður afrekað það að skora 12 mörk í leik á Ólympíuleikum. Snorri Steinn, sem hefur skorað mörkin sín tuttugu úr 23 skotum, 87% skotnýting, hefur skráð nafn sitt sem fremsti leikstjórandinn í landsleikjasögu Íslands. Hann er geysilega fjölhæfur leikmaður, sem hefur næmt auga fyrir samleik og línusendingum, getur skotið fyrir utan, er gegnumbrotsmaður, stingur sér inn á línuna til að fá knöttinn og skora og hann er afar örugg vítaskytta. Snorri Steinn hefur allt sem góður leikstjórandi verður að hafa til að vera ógnandi. Menn muna enn þegar hann skoraði 15 mörk á HM í Þýskalandi 2007 gegn Dönum, síðan hefur hann skorað 11 mörk í tveimur leikjum gegn Ungverjum. Í seinna skiptið á EM í Noregi fyrr á árinu. Þá hefur hann skorað fjórum sinnum 10 mörk í leik. Tvisvar í leikjum gegn Norðmönnum og í leikjum gegn Dönum og Ungverjum á EM í Sviss 2006. Snorri Steinn er öflugur á stórmótum. Snorri Steinn hefur leikið 137 landsleiki og hefur hann skorað að meðaltali 3,67 mörk í leik. Aðrir leikstjórnendur á undan honum náðu ekki svo háu markahlutfalli í leikjum sínum. Sigurður Gunnarsson skoraði 489 mörk í 194 landsleikjum, eða að meðaltali 2,52 mörk í leik. Páll Ólafsson var með 2,34 mörk að meðaltali í leik, en hann skoraði 396 mörk í 169 leikjum. Dagur Sigurðsson skoraði 397 mörk í 216 landsleikjum, eða að meðaltali 1,83 mörk í leik. Róbert yfir 400 mörkinMynd/VilhelmRóbert Gunnarsson, línumaður landsliðsins í handknattleik, skoraði tvö mörk í sigurleiknum gegn Þjóðverjum á ÓL í Peking. Fyrra markið var hans fjögurhundraðasta mark með landsliðinu. Róbert er orðinn öflugasti línumaður landsliðins á síðustu árum og hefur skotið leikmönnum eins og Þorgils Óttari Mathiesen og Geir Sveinssyni ref fyrir rass. Róbert hefur að meðaltali skorað 2.97 mörk í 135 landsleikjum. Þorgils Óttar skoraði að meðaltali 2,4 mörk í 236 landsleikjum, Geir Sveinsson skoraði að meðaltali 1,5 mörk í 328 landsleikjum og þess má geta að Sigfús Sigursson hefur skorað 313 mörk í 158 landsleikjum, eða að meðaltali 1,98 mörk í leik. Alexander með 700. ÓlympíumarkiðMynd/VilhelmAlexander Petersson skoraði 700 Ólympíumark Íslendinga í sigurleiknum gegn Þjóðverjum. Ísland hefur fimm sinnum áður verið með í handknattleik á Ólympíuleikunum. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðinu tekist að vinna tvo fyrstu leiki sína. Það var á ÓL í Seoul 1988 er landslið Bandaríkjanna og Alsírs voru lögð að velli, en síðan kom skellur gegn Svíum, 14-20. Þrír leikir unnust í röð á ÓL í Los Angeles 1984. Það voru þriðji, fjórði og fimmti leikur landsliðsins gegn Japan, Alsír og Sviss. Íslands varð í áttunda sæti í Los Angeles. Á ÓL í Barcelona 1992, þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa tapað leiknum um bronsverðlaunin fyrir Frökkum, 20:24, lék landsliðið fjóra fyrstu leikina án þess að tapa. Fyrst voru Brasilíumenn lagðir að velli, þá var gert jafntefli við Tékkóslóvakíu, en síðan komu sigurleikir gegn Ungverjalandi og Suður-Kóreu, 26-24. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handknattleik, rauf 500 marka múrinn í leiknum gegn Þjóðverjum á Ólympíuleikunum í Peking þegar Íslendingar fögnuðu góðum sigri á heimsmeisturunum, 33-29. Snorri Steinn skoraði 8 mörk í leiknum og hefur hann skorað 503 mörk í leikjum með landsliðinu. Hann er kominn í hóp öflugra leikmanna, sem hafa náð því að skora meira en 500 mörk með landsliðinu. Þar má sjá nöfn eins og Kristján Arason, Sigurð V. Sveinsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Alfreð Gíslason, Júlíus Jónasson, Geir Hallsteinsson, Valdimar Grímsson, Bjarka Sigurðsson, Ólaf Stefánsson, Patrek Jóhannesson og Guðjón Val Sigurðsson. Snorri Steinn, sem er markahæstur á Ólympíuleikunum með 20 mörk ásamt Þjóðverjunum Michael Klaus, skoraði 12 mörk í fyrsta leiknum gegn Rússum. Það hefur ekki annar íslenskur leikmaður afrekað það að skora 12 mörk í leik á Ólympíuleikum. Snorri Steinn, sem hefur skorað mörkin sín tuttugu úr 23 skotum, 87% skotnýting, hefur skráð nafn sitt sem fremsti leikstjórandinn í landsleikjasögu Íslands. Hann er geysilega fjölhæfur leikmaður, sem hefur næmt auga fyrir samleik og línusendingum, getur skotið fyrir utan, er gegnumbrotsmaður, stingur sér inn á línuna til að fá knöttinn og skora og hann er afar örugg vítaskytta. Snorri Steinn hefur allt sem góður leikstjórandi verður að hafa til að vera ógnandi. Menn muna enn þegar hann skoraði 15 mörk á HM í Þýskalandi 2007 gegn Dönum, síðan hefur hann skorað 11 mörk í tveimur leikjum gegn Ungverjum. Í seinna skiptið á EM í Noregi fyrr á árinu. Þá hefur hann skorað fjórum sinnum 10 mörk í leik. Tvisvar í leikjum gegn Norðmönnum og í leikjum gegn Dönum og Ungverjum á EM í Sviss 2006. Snorri Steinn er öflugur á stórmótum. Snorri Steinn hefur leikið 137 landsleiki og hefur hann skorað að meðaltali 3,67 mörk í leik. Aðrir leikstjórnendur á undan honum náðu ekki svo háu markahlutfalli í leikjum sínum. Sigurður Gunnarsson skoraði 489 mörk í 194 landsleikjum, eða að meðaltali 2,52 mörk í leik. Páll Ólafsson var með 2,34 mörk að meðaltali í leik, en hann skoraði 396 mörk í 169 leikjum. Dagur Sigurðsson skoraði 397 mörk í 216 landsleikjum, eða að meðaltali 1,83 mörk í leik. Róbert yfir 400 mörkinMynd/VilhelmRóbert Gunnarsson, línumaður landsliðsins í handknattleik, skoraði tvö mörk í sigurleiknum gegn Þjóðverjum á ÓL í Peking. Fyrra markið var hans fjögurhundraðasta mark með landsliðinu. Róbert er orðinn öflugasti línumaður landsliðins á síðustu árum og hefur skotið leikmönnum eins og Þorgils Óttari Mathiesen og Geir Sveinssyni ref fyrir rass. Róbert hefur að meðaltali skorað 2.97 mörk í 135 landsleikjum. Þorgils Óttar skoraði að meðaltali 2,4 mörk í 236 landsleikjum, Geir Sveinsson skoraði að meðaltali 1,5 mörk í 328 landsleikjum og þess má geta að Sigfús Sigursson hefur skorað 313 mörk í 158 landsleikjum, eða að meðaltali 1,98 mörk í leik. Alexander með 700. ÓlympíumarkiðMynd/VilhelmAlexander Petersson skoraði 700 Ólympíumark Íslendinga í sigurleiknum gegn Þjóðverjum. Ísland hefur fimm sinnum áður verið með í handknattleik á Ólympíuleikunum. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðinu tekist að vinna tvo fyrstu leiki sína. Það var á ÓL í Seoul 1988 er landslið Bandaríkjanna og Alsírs voru lögð að velli, en síðan kom skellur gegn Svíum, 14-20. Þrír leikir unnust í röð á ÓL í Los Angeles 1984. Það voru þriðji, fjórði og fimmti leikur landsliðsins gegn Japan, Alsír og Sviss. Íslands varð í áttunda sæti í Los Angeles. Á ÓL í Barcelona 1992, þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa tapað leiknum um bronsverðlaunin fyrir Frökkum, 20:24, lék landsliðið fjóra fyrstu leikina án þess að tapa. Fyrst voru Brasilíumenn lagðir að velli, þá var gert jafntefli við Tékkóslóvakíu, en síðan komu sigurleikir gegn Ungverjalandi og Suður-Kóreu, 26-24.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira