Innlent

Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Aðgerð ríkisstjórnar um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, að mati Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ.

Grétar og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru sameiginlega í viðtali á Ríkissjónvarpinu fyrir stundu.

,,Það er afar mikilvægt að bankakerfið fúnkeri og það þjóni fyrirtækjum og fólki," sagði Grétar. Núverandi viðfangsefni sé að takast á við nýja stöðu. ,,Við verðum að setjast fyrir hana og ná fram lausn á sem skemmstum tíma."

Vilhjálmur sagði að mikil verðmæti séu að tapast sem snerti hverja einustu fjölskyldu í landinu og hvert einasta fyrirtæki. ,,Það er mikilvægt að hjól atvinnulífsins snúist áfram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×