Viðskipti erlent

Fimmti hver erlendur starfsmaður í Danmörku er ólöglegur

Fimmti hver erlendur starfsmaður í Danmörku hefur ekki tilskilin leyfi og pappíra til að stunda vinnu sína í landinu. Þetta leiðir ný rannsókn af hálfu skattyfirvalda í landinu.

Danski skatturinn skoðai sérstaklega fyrirtæki sem nota mikið erlent vinnuafl eins og veitingahús og verktaka á sviði byggingarvinnu. Af þeim 674 starfsmönnum sem kannaðir voru reyndust 119 ekki með pappíra sína í lagi.

Hæsta hlutfall ólöglegra reyndist innan verktakageirans og var málum 68 af 262 erlendum verkamönnum þar vísað til lögreglunnar.

Tage Christiansen deildarstjóri hjá danska skattinum segir að rannsóknin sýni að alltof hátt hlutfall erlendra verkamanna hafi ekki tilskilin leyfi til starfa innan Danmerkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×