Erlent

Norður-Kórea tilbúin til fyrirvaralausrar árásar

Óli Tynes skrifar
Norður-Kórea hefur 1,2 milljónir manna undir vopnum.
Norður-Kórea hefur 1,2 milljónir manna undir vopnum.

Norður-Kórea er alvarleg ógnun við öryggi í Asíu. Stærsti hluti landhersins er við landamæri Suður-Kóreu og norðanmenn eru reiðubúnir að gera fyrirvaralausa árás.

Þetta var mat varnarmálaráðherra Suður-Kóreu á ráðstefnu um öryggismál sem hófst í Seoul í dag.

Lee Sang-hee sagði að Norður-Kórea héldi áfram að þróa gereyðingarvopn bæði kjarnorku- sýkla- og efnavopn. Þetta ógni öryggi ekki bara á Kóreuskaganum heldur í öllum þessum heimshluta.

Tæknilega séð eru löndin tvö enn í stríði því það var aldrei gerður friðarsáttmáli eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×