Erlent

Á von á báðum frambjóðendum til Mississippi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Ríkisstjóri Mississippi segir að hann eigi von á báðum forsetaframbjóðendunum, Barack Obama og John McCain, til kappræðnanna í Mississippi-háskóla í kvöld.

McCain hefur haft uppi yfirlýsingar um að hann láti ekki sjá sig nema þingið nái samkomulagi um efnahagsbjörgunaráætlunina sem fór út um þúfur í gær. Það kom flatt upp á skipuleggjendur uppákomunnar þegar McCain fór þess á leit á miðvikudag að henni yrði frestað en háskólinn hefur lagt tugi milljóna í að skipuleggja atburðinn. Obama krefst þess að kappræðurnar fari fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×