Erlent

Lavrov segir frekari refsiaðgerðir gegn Íran ekki tímabærar

Sergei Lavrov.
Sergei Lavrov.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir ekki tímabært að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Írönum, sem Vesturveldin grunar að séu að koma sér upp kjarnorkusprengju.

Fyrr í dag samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna drög að ályktun sem kosið verður um á morgun, þar sem Íranar eru hvattir til þess að fara eftir fyrri ályktunum ráðsins og hætta auðgun úrans án tafar.

Í sömu drögum eru Íranar hvattir til að mæta kröfum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar en þar á bæ hafa menn kvartað yfir því að Íranar séu ekki nægilega samstarfsfúsir þegar kemur að því að varpa ljósi á umsvif kjarnorkutilrauna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×