Viðskipti innlent

760 milljarðar gufa upp með bönkunum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi Banka, Glitni Banka og Landsbanka Íslands er núll í vísitöluútreikningum Kauphallar Íslands, eftir því sem fram kemur á vef Kauphallarinnar. Samanlagt verðmæti bankanna var 760 milljarðar þegar síðustu viðskipti voru gerð með hlutafé í bönkunum.

Þá var markaðsvirði Kaupþings Banka 484 milljarðar, markaðsvirði Landsbankans var 218 milljarðar og Glitnis banka 58 milljarðar. Á vef Kauphallarinnar segir að þar sem ekki hafi reynst mögulegt að fá fullnægjandi mat á virði bankanna frá markaðsaðilum hafi OMX Nordic Exchange ákveðið í samræmi við reglu 5.1 í „Rules for the Construction and Maintenance of the NOREX All-Share, Sector, Benchmark and Tradable indices" og reglu 4.1 í „Reglum um samsetningu og viðhald OMXI15 vísitölunnar" að aðlaga dagslokaverð Kaupþings Banka, Glitnis Banka og Landsbanka Íslands í núll í vísitöluútreikningum.

Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn munu haldast á verðinu núll í íslensku

hlutabréfavísitölunum þar til annað verður ákveðið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×