Erlent

Stórblöð kalla John McCain lygara

Óli Tynes skrifar
John McCain.
John McCain.

Í nýjasta hefti bandaríska vikuritsins Time er grein þar sem fjallað um það sem kallað er einstaklega óheiðarleg kosningabarátta Johns McCain. Greinina skrifar hinn þekkti dálkahöfundur Joe Klein.

Klein segir að blaðamenn séu orðnir svo þreyttir á ósannsögli Johns McCains að þeir séu hættir að kalla hana ónákvæmni eða að hann hafi farið í kringum sannleikann.

Jafnvel virðulegustu fjölmiðlastofnanir eins og ritstjórn New York Times kalli McCain hreint út lygara lygara.

Klein nefnir nokkur dæmi um það sem hann kallar ekki aðeins lygar McCains heldur einstaklega ósvífnar lygar.

Eitt er um þegar 38 milljónir Bandaríkjamanna höfðu heyrt Barack Obama segja að hann væri opinn fyrir olíuborun undan ströndum landsins og byggingu kjarnorkuvera.

Það var þegar hann tók formlega við útnefningu Demokrataflokksins sem forsetaframbjóðandi.

Í sinni útnefningarræðu nokkru síðar sagði McCain berum orðum að Obama væri á móti hvoru tveggja.

Í lok greinar sinnar segir Joe Klein að John McCain hafi vakið upp alvarlegar spurningar um hvort hann sé sú manngerð sem hægt sé að treysta fyrir því að leiða þjóðina.

Hann hafi rekið soralega kosningabaráttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×