Erlent

Sakfelldur fyrir að ætla að hálshöggva forsætisráðherrann

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stephen Harper.
Stephen Harper. MYND/AP

Kanadískur dómstóll fann í gær tvítugan mann sekan um taka þátt í áætlun um árás á kanadíska þingið þar sem svo átti að höggva höfuðið af forsætisráðherranum Stephen Harper.

Réttarhöldin yfir átjánmenningunum frá Toronto, eins og hópurinn hefur verið nefndur, hafa vakið hvort tveggja óhug og athygli í Kanada en þetta er í fyrsta skipti sem sakfellt er fyrir brot á hryðjuverkalögunum sem Kanadamenn settu árið 2001. Sá sem fundinn var sekur í gær var aðeins 17 ára gamall þegar hann var handtekinn árið 2006. Enn á eftir að rétta í málum 10 úr hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×