Erlent

Vilja loka fyrir tekjulind Talibana

Óli Tynes skrifar
Valmúaakur í Afganistan.
Valmúaakur í Afganistan.

Aðildarríki NATO eru að íhuga beiðni Bandaríkjamanna um að taka meiri þátt í að uppræta ópíumframleiðslu í Afganistan til þess að svipta Talibana sínum helsta tekjustofni.

NATO ríkin hafa til þessa takmarkað framlag sitt við að sjá um flutninga á afgönskum hermönnum sem fara um og eyða valmúaökrum.

Á síðasta ári var metuppskera í Afganistan og þar voru framleidd 93 prósent af öllu ópíumi í heiminum.

Sameinuðu þjóðirnar segja að 98 prósent af valmúaræktinni sé í sjö héruðum í suður- og vesturhluta landsins, þar sem Talibanar og önnur glæpagengi hafa sig hvað mest í frammi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×