Erlent

Rússar tilkynna um Stjörnustríðsáætlun

Óli Tynes skrifar
Putin og Medvedev hafa ausið ótöldum milljörðum í herinn.
Putin og Medvedev hafa ausið ótöldum milljörðum í herinn.

Dmitry Medvedev forseti Rússlands tilkynnti í dag um endurnýjun á kjarnorku-fælingarmætti landsins fyrir árið 2020.

Í því felst meðal annars geimvarnamiðstöð og smíði nýrra kafbáta. Medvedev skilgreindi ekki nánar hvað hann ætti við með geimvarnamiðstöð.

Hún hljómar þó allavega eins og það sem kallað var Stjörnustríðsáætlun Ronalds Reagans á sínum tíma.

Rússneski heraflinn leið fyrir mikinn fjárskort eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur.

Skip og kafbátar grotnuðu niður í höfnum og sama var að segja um tæki og tól flughers og landhers.

Herfræðingar telja þó að kjarnorkuheraflinn hafi ekki liðið jafn mikinn skort og sé ennþá vel virkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×