Sanngjarn sigur Póllands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2008 17:42 Hreiðar Guðmundsson reynir hér að verja eitt af vítaskotum Pólverja í leiknum. Mynd/Aleksandar Djorovic Pólland vann í dag sanngjarnan sigur á Íslendingum í undankeppni Ólympíuleikanna í handbolta, 34-28. Pólverjar voru með undirtökin allan leikinn eftir að hafa náð 4-0 forystu en fyrsta íslenska markið kom ekki fyrr en á áttundu mínútu. Ísland átti góðan leikkafla um miðbik fyrri hálfleiksins og náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. En þá tóku Pólverjar aftur völdin og náðu þriggja marka forystu fyrir leikhlé. Þessi þriggja marka forysta reyndist vera nánast ókleifur múr fyrir íslenska liðið. Ísland náði mest að minnka muninn í tvö mörk í síðari hálfleik og gerði sig líklegt til að gera atlögu að sigrinum. En Pólland hefur yfir mikilli breidd að ráða og náðu tíu leikmenn liðsins að skora í leiknum en aðeins sex hjá Íslandi. Það munaði einnig miklu að Guðjón Valur skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munar um minna fyrir íslenska liðið. Pólsku stórskytturnar, sérstaklega Karol Bielecki, reyndust Íslendingum erfiðar en þó ekki jafn erfiður og Slawomir Szmal markvörður. Hann varði alls 21 skot í leiknum og það sem meira er - þrjú vítaskot. Það reyndist Pólverjum afskaplega dýrmætt. Varnar- og sóknarleikur Íslands var ekkert alslæmur en liðið mætti einfaldlega ofjörlum sínum í leiknum. Pólverjar eru þar að auki á heimavelli og nutu gríðarlega góðs stuðnings áhorfenda. Sex marka sigur var þó of stór miðað við gang leiksins en Pólverjar höfðu ærna ástæðu til að klára leikinn almennilega enda tryggði sigurinn Póllandi sæti á Ólympíuleikunum. Ísland mætir Svíum á morgun í hreinum úrslitaleik um hitt sætið sem í boði er á Ólympíuleikunum. Svíum dugir jafntefli í leiknum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum sem má lesa hér fyrir neðan. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 (14/5) Arnór Atlason 6 (9) Guðjón Valur Sigurðsson 5 (9) Ólafur Stefánsson 5/1 (12/2) Róbert Gunnarsson 3 (4) Alexander Petersson 2 (3) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 16 (45/3, 36%) Birkir Ívar Guðmundsson 0 (5) Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Alexander 2, Arnór 1, Guðjón Valur 1 og Snorri Steinn 1). Vítanýting: Skorað úr 4 af 7. Fiskuð víti: Róbert 4, Ólafur 2 og Guðjón Valur 1. Skotnýting: Skorað úr 28 af 51 skoti (55%) Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Póllandi: Karol Bielecki 7 (10) Grzegorz Tkaczyk 5 (6)Alls skoruðu tíu leikmenn Póllands í leiknum Varin skot: Slawomir Szmal 21/3 (43/6, 49%) Marcin Wichary 0 (6/1) Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 Vítanýting: Skorað úr 3 af 3. Skotnýting: Skorað úr 34 af 54 skotum (63%) Utan vallar: 10 mínútur. Bein lýsing: 19.46 Pólland - Ísland 28-23 Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé er munurinn er fimm mörk í leiknum og skammt til leiksloka. Þetta er vonlítið en þó ekki útilokað. 19.44 Pólland - Ísland 27-23 Fjögurra marka munur og tæpar átta mínútur til leiksloka. Tíminn er að hlaupa frá Íslendingum, því miður. 19.37 Pólland - Ísland 24-21 Guðmundur Guðmundsson hefur ákveðið að breyta í 6-0 vörn og taka þar að auki Bielecki úr umferð. Hann hefur farið mikinn í seinni hálfleik og skorað nokkur mörk af 10-12 metra færum. Rúmar ellefu mínútur eftir og nú verður Ísland að láta til sín taka. 19.32 Pólland - Ísland 22-19 Pólverjar hefðu getað komist í fimm marka forystu með auðveldu marki úr hraðaupphlaupi en Hreiðar Guðmundsson varði vel úr opnu færi. Snorri Steinn skoraði í kjölfarið og minnkaði muninn aftur í þrjú mörk. Afar mikilvægt. 19.29 Pólland - Ísland 21-18 Það er til marks um muninn á breidd liðanna að tíu leikmenn eru búnir að skora fyrir Pólverja en ekki nema fimm fyrir Ísland. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að Pólland er með undirtökin í leiknum. Ísland á Guðjón Val alveg inni en hann er ekki enn kominn á blað. 19.23 Pólland - Ísland 19-16 Szmal var að verja sitt þriðja víti í leiknum. Þrjú víti í súginn og munurinn er þrjú mörk. Það er dýrt að misnota vítin. 19.20 Pólland - Ísland 18-16 Leikurinn er enn í járnum en Íslendingar eru að pressa mikið á heimamenn. Það vantar aðeins að fá fleiri hraðaupphlaupsmörk hjá íslenska liðinu. 19.13 Pólland - Ísland 15-14 Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik eftir langa sókn en Pólverjar hafa misnotað fyrstu tvær sóknir sínar. 19.07 Það er gömul saga og ný að Íslandi gangi illa að nýta sér yfirtöluna. Staðan í leiknum þegar Ísland var með yfirtölu var 2-2 en á móti kemur að Ísland náði einnig að halda jöfnu í undirtölu, 1-1. 19.01 Pólland - Ísland 15-12 hálfleikur Alveg þokkalegur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu miðað við að andstæðingurinn er gríðarlega sterkur og á heimavelli. Slawomir Szmal markvörður Pólverja hefur reynst Íslendingum erfiður en hann hefur varið ellefu skot. Það hefur þó dregið undan honum eins og flestum öðrum í pólska liðinu. Ísland náði mest að minnka muninn í eitt mark um miðbik hálfleiksins og sýndi íslenska liðið þá að það getur vel staðist pólska liðinu snúning. Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 4/1 (8/2) Alexander Petersson 2 (3) Róbert Gunnarsson 2 (3) Arnór Atlason 2 (4) Ólafur Stefánsson 2 (6/1) Guðjón Valur Sigurðsson 0 (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 6 (16/1, 38%) Birkir Ívar Guðmundsson 0 (5) Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 Vítanýting: Skorað úr 1 af 3. Skotnýting: Skorað úr 12 af 25 (48%) Markahæstir hjá Póllandi: Michal Jurecki 3 Marcin Lijewski 3 Varin skot: Slawomir Szmal 11/2 (23/3, 48%) Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 Vítanýting: Skorað úr 1 af 1. Skotnýting: Skorað úr 15 af 25 (63%) 18.57 Pólland - Ísland 15-12 Pólverjar hafa ekki náð að stinga íslenska liðið af sem er jákvætt. Alexander náði marki úr hraðaupphlaupi nú fyrir skömmu sem veit á gott enda sterkasta hlið íslenska liðsins. Ein mínúta til hálfleiks. 18.48 Pólland - Ísland 14-10 Í stöðunni 10-8 misstu Pólverjar mann út af. En sem fyrr gengur íslenska liðinu skelfilega í yfirtölunni og Pólverjar vinna þennan leikkafla 2-0. Eftir það hefur verið skorað úr öllum sóknum og munurinn fjögur mörk. 18.41 Pólland - Ísland 8-7 Aftur tvö mörk Íslands í röð og loksins náðu strákarnir að nýta vítakast. Þetta lítur vel út þessa stundina og Pólverjar farnir að gera tæknifeila í sínum sóknarleik eftir frábæra byrjun. 18.36 Pólland - Ísland 8-5 Ísland náði tveimur mörkum í röð en Hreiðar varði úr góðu færi Pólverja á milli markanna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geti þetta vel. Þeir þurfa þó að loka betur á skyttur Pólverja sem hafa farið á kostum. 18.32 Pólland - Ísland 7-3 Szmal hefur nú varið tvö vítaskot Íslendinga, nú síðast frá Ólafi. Það er afskaplega slæmt í svona leik þar sem nánast ekkert má út af bregða. Hreiðar Guðmundsson varði sitt fyrsta skot fyrir stuttu og er það góðs viti. 18.26 Pólland - Ísland 5-2 Fyrsta íslenska markið kom á áttundu mínútu er staðan var 4-0 fyrir Pólland. Arnór Atlason var þar að verki með þrumufleyg. Pólverjar hafa enn sem komið er nýtt allar sínar sóknir. 18.23 Pólland - Ísland 3-0 Pólverjar hafa skorað úr fyrstu þremur sóknum sínum en fyrstu þrjár íslensku sóknirnar til þessa hafa endað með skoti sem var annað hvort varið eða fór framhjá. Þeirri fjórðu lauk með að Szmal varði vítakast Snorra Steins. 18.20 Pólland - Ísland 1-0 Fyrsta sóknin í leiknum tók um eina og hálfa mínútu en pólska vörnin er gríðarlega sterk. Íslendingar stilla upp í 3-2-1 vörn og ætla sér að mæta grimmir út í gríðarlega sterkar skyttur Pólverja. Michal Jurecki skoraði þó fyrsta mark leiksins með gegnumbroti. 18.17 Pólland - Ísland 0-0 Leikurinn er byrjaður og Ísland byrjar með boltann, rétt eins og í gær. 18.15 Nú er leikurinn í þann mund að hefjast en heyra má að það er gríðarlega mikil og góð stemning í íþróttahöllinni í Wroclow í Póllandi. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni fyrir íslenska landsliðið. 17.55 Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands, er Íslendingum vel kunnugur. Hann tók við Alfreði Gíslasyni hjá Magdeburg og stýrði Pólverjum í úrslitaleikinn á HM í Þýskalandi í fyrra. Hann fékk þýskan ríkisborgararétt á tíunda áratugnum og vann brons með þýska landsliðinu á EM 1998. Hann lék þó lengst af með pólska landsliðinu, alls 198 leiki. 17.51 Pólverjar komust í þessa undankeppni með því að ná öðru sæti á HM í Þýskalandi í fyrra. Síðast tóku þeir þátt í Ólympíuleikunum árið 1980 er liðið náði sjöunda sæti. Pólverjar unnu þó brons árið 1976 og er það næstbesti árangur þeirra á stórmóti í handbolta frá upphafi. Sá besti náðist í Þýskalandi í fyrra. Þeir náðu þó ekki að fylgja þessum góða árangri eftir á EM í Noregi nú í janúar er liðið varð í áttunda sæti. 17.43 Það er að duga eða drepast fyrir heimamenn í dag. Pólverjar verða helst að vinna Íslendinga í dag til að þurfa ekki að treysta á að Ísland vinni Svía á morgun. Ísland getur hins vegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum með sigri í dag og vilja strákarnir sjálfsagt koma því úr vegi eins fljótt og auðið er. Pólland og Svíþjóð gerðu jafntefli í gær, 22-22, þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna í upphafi leiksins. Svíar unnu Argentínumenn fyrr í dag með tólf markamun en rétt eins og hjá Íslendingum í gær var um algjöran skyldusigur að ræða. Það er því útlit fyrir hörkuspennandi viðureign í dag.Leikmannahópur Íslands:Markverðir: Hreiðar Guðmundsson, Sävehof Birkir Ívar Guðmundsson, LübbeckeAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Flensburg Arnór Atlason, FC Köbenhavn Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG Einar Hólmgeirsson, Flensburg Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach Ingimundur Ingimundarson, Elverum Ólafur Stefánsson, Ciudad Real Róbert Gunnarsson, Gummersbach Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Sturla Ásgeirsson, Århus GF Vignir Svavarsson, Skjern Leikmannahópur Póllands:Markverðir: Slawomir Szmal Marcin Wichary Aðrir leikmenn: Bartlomiej Jaszka Krzysztof Lijewski Grzegorz Tkaczyk Karol Bielecki Artur Siodmiak Bartosz Jurecki Mariusz Jurasik Michal Juercki Tomasz Tluczynski Marcin Lijewski Rafal Glinski Pawel Piwko Handbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Pólland vann í dag sanngjarnan sigur á Íslendingum í undankeppni Ólympíuleikanna í handbolta, 34-28. Pólverjar voru með undirtökin allan leikinn eftir að hafa náð 4-0 forystu en fyrsta íslenska markið kom ekki fyrr en á áttundu mínútu. Ísland átti góðan leikkafla um miðbik fyrri hálfleiksins og náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. En þá tóku Pólverjar aftur völdin og náðu þriggja marka forystu fyrir leikhlé. Þessi þriggja marka forysta reyndist vera nánast ókleifur múr fyrir íslenska liðið. Ísland náði mest að minnka muninn í tvö mörk í síðari hálfleik og gerði sig líklegt til að gera atlögu að sigrinum. En Pólland hefur yfir mikilli breidd að ráða og náðu tíu leikmenn liðsins að skora í leiknum en aðeins sex hjá Íslandi. Það munaði einnig miklu að Guðjón Valur skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munar um minna fyrir íslenska liðið. Pólsku stórskytturnar, sérstaklega Karol Bielecki, reyndust Íslendingum erfiðar en þó ekki jafn erfiður og Slawomir Szmal markvörður. Hann varði alls 21 skot í leiknum og það sem meira er - þrjú vítaskot. Það reyndist Pólverjum afskaplega dýrmætt. Varnar- og sóknarleikur Íslands var ekkert alslæmur en liðið mætti einfaldlega ofjörlum sínum í leiknum. Pólverjar eru þar að auki á heimavelli og nutu gríðarlega góðs stuðnings áhorfenda. Sex marka sigur var þó of stór miðað við gang leiksins en Pólverjar höfðu ærna ástæðu til að klára leikinn almennilega enda tryggði sigurinn Póllandi sæti á Ólympíuleikunum. Ísland mætir Svíum á morgun í hreinum úrslitaleik um hitt sætið sem í boði er á Ólympíuleikunum. Svíum dugir jafntefli í leiknum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum sem má lesa hér fyrir neðan. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 (14/5) Arnór Atlason 6 (9) Guðjón Valur Sigurðsson 5 (9) Ólafur Stefánsson 5/1 (12/2) Róbert Gunnarsson 3 (4) Alexander Petersson 2 (3) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 16 (45/3, 36%) Birkir Ívar Guðmundsson 0 (5) Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Alexander 2, Arnór 1, Guðjón Valur 1 og Snorri Steinn 1). Vítanýting: Skorað úr 4 af 7. Fiskuð víti: Róbert 4, Ólafur 2 og Guðjón Valur 1. Skotnýting: Skorað úr 28 af 51 skoti (55%) Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Póllandi: Karol Bielecki 7 (10) Grzegorz Tkaczyk 5 (6)Alls skoruðu tíu leikmenn Póllands í leiknum Varin skot: Slawomir Szmal 21/3 (43/6, 49%) Marcin Wichary 0 (6/1) Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 Vítanýting: Skorað úr 3 af 3. Skotnýting: Skorað úr 34 af 54 skotum (63%) Utan vallar: 10 mínútur. Bein lýsing: 19.46 Pólland - Ísland 28-23 Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé er munurinn er fimm mörk í leiknum og skammt til leiksloka. Þetta er vonlítið en þó ekki útilokað. 19.44 Pólland - Ísland 27-23 Fjögurra marka munur og tæpar átta mínútur til leiksloka. Tíminn er að hlaupa frá Íslendingum, því miður. 19.37 Pólland - Ísland 24-21 Guðmundur Guðmundsson hefur ákveðið að breyta í 6-0 vörn og taka þar að auki Bielecki úr umferð. Hann hefur farið mikinn í seinni hálfleik og skorað nokkur mörk af 10-12 metra færum. Rúmar ellefu mínútur eftir og nú verður Ísland að láta til sín taka. 19.32 Pólland - Ísland 22-19 Pólverjar hefðu getað komist í fimm marka forystu með auðveldu marki úr hraðaupphlaupi en Hreiðar Guðmundsson varði vel úr opnu færi. Snorri Steinn skoraði í kjölfarið og minnkaði muninn aftur í þrjú mörk. Afar mikilvægt. 19.29 Pólland - Ísland 21-18 Það er til marks um muninn á breidd liðanna að tíu leikmenn eru búnir að skora fyrir Pólverja en ekki nema fimm fyrir Ísland. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að Pólland er með undirtökin í leiknum. Ísland á Guðjón Val alveg inni en hann er ekki enn kominn á blað. 19.23 Pólland - Ísland 19-16 Szmal var að verja sitt þriðja víti í leiknum. Þrjú víti í súginn og munurinn er þrjú mörk. Það er dýrt að misnota vítin. 19.20 Pólland - Ísland 18-16 Leikurinn er enn í járnum en Íslendingar eru að pressa mikið á heimamenn. Það vantar aðeins að fá fleiri hraðaupphlaupsmörk hjá íslenska liðinu. 19.13 Pólland - Ísland 15-14 Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik eftir langa sókn en Pólverjar hafa misnotað fyrstu tvær sóknir sínar. 19.07 Það er gömul saga og ný að Íslandi gangi illa að nýta sér yfirtöluna. Staðan í leiknum þegar Ísland var með yfirtölu var 2-2 en á móti kemur að Ísland náði einnig að halda jöfnu í undirtölu, 1-1. 19.01 Pólland - Ísland 15-12 hálfleikur Alveg þokkalegur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu miðað við að andstæðingurinn er gríðarlega sterkur og á heimavelli. Slawomir Szmal markvörður Pólverja hefur reynst Íslendingum erfiður en hann hefur varið ellefu skot. Það hefur þó dregið undan honum eins og flestum öðrum í pólska liðinu. Ísland náði mest að minnka muninn í eitt mark um miðbik hálfleiksins og sýndi íslenska liðið þá að það getur vel staðist pólska liðinu snúning. Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 4/1 (8/2) Alexander Petersson 2 (3) Róbert Gunnarsson 2 (3) Arnór Atlason 2 (4) Ólafur Stefánsson 2 (6/1) Guðjón Valur Sigurðsson 0 (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 6 (16/1, 38%) Birkir Ívar Guðmundsson 0 (5) Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 Vítanýting: Skorað úr 1 af 3. Skotnýting: Skorað úr 12 af 25 (48%) Markahæstir hjá Póllandi: Michal Jurecki 3 Marcin Lijewski 3 Varin skot: Slawomir Szmal 11/2 (23/3, 48%) Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 Vítanýting: Skorað úr 1 af 1. Skotnýting: Skorað úr 15 af 25 (63%) 18.57 Pólland - Ísland 15-12 Pólverjar hafa ekki náð að stinga íslenska liðið af sem er jákvætt. Alexander náði marki úr hraðaupphlaupi nú fyrir skömmu sem veit á gott enda sterkasta hlið íslenska liðsins. Ein mínúta til hálfleiks. 18.48 Pólland - Ísland 14-10 Í stöðunni 10-8 misstu Pólverjar mann út af. En sem fyrr gengur íslenska liðinu skelfilega í yfirtölunni og Pólverjar vinna þennan leikkafla 2-0. Eftir það hefur verið skorað úr öllum sóknum og munurinn fjögur mörk. 18.41 Pólland - Ísland 8-7 Aftur tvö mörk Íslands í röð og loksins náðu strákarnir að nýta vítakast. Þetta lítur vel út þessa stundina og Pólverjar farnir að gera tæknifeila í sínum sóknarleik eftir frábæra byrjun. 18.36 Pólland - Ísland 8-5 Ísland náði tveimur mörkum í röð en Hreiðar varði úr góðu færi Pólverja á milli markanna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geti þetta vel. Þeir þurfa þó að loka betur á skyttur Pólverja sem hafa farið á kostum. 18.32 Pólland - Ísland 7-3 Szmal hefur nú varið tvö vítaskot Íslendinga, nú síðast frá Ólafi. Það er afskaplega slæmt í svona leik þar sem nánast ekkert má út af bregða. Hreiðar Guðmundsson varði sitt fyrsta skot fyrir stuttu og er það góðs viti. 18.26 Pólland - Ísland 5-2 Fyrsta íslenska markið kom á áttundu mínútu er staðan var 4-0 fyrir Pólland. Arnór Atlason var þar að verki með þrumufleyg. Pólverjar hafa enn sem komið er nýtt allar sínar sóknir. 18.23 Pólland - Ísland 3-0 Pólverjar hafa skorað úr fyrstu þremur sóknum sínum en fyrstu þrjár íslensku sóknirnar til þessa hafa endað með skoti sem var annað hvort varið eða fór framhjá. Þeirri fjórðu lauk með að Szmal varði vítakast Snorra Steins. 18.20 Pólland - Ísland 1-0 Fyrsta sóknin í leiknum tók um eina og hálfa mínútu en pólska vörnin er gríðarlega sterk. Íslendingar stilla upp í 3-2-1 vörn og ætla sér að mæta grimmir út í gríðarlega sterkar skyttur Pólverja. Michal Jurecki skoraði þó fyrsta mark leiksins með gegnumbroti. 18.17 Pólland - Ísland 0-0 Leikurinn er byrjaður og Ísland byrjar með boltann, rétt eins og í gær. 18.15 Nú er leikurinn í þann mund að hefjast en heyra má að það er gríðarlega mikil og góð stemning í íþróttahöllinni í Wroclow í Póllandi. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni fyrir íslenska landsliðið. 17.55 Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands, er Íslendingum vel kunnugur. Hann tók við Alfreði Gíslasyni hjá Magdeburg og stýrði Pólverjum í úrslitaleikinn á HM í Þýskalandi í fyrra. Hann fékk þýskan ríkisborgararétt á tíunda áratugnum og vann brons með þýska landsliðinu á EM 1998. Hann lék þó lengst af með pólska landsliðinu, alls 198 leiki. 17.51 Pólverjar komust í þessa undankeppni með því að ná öðru sæti á HM í Þýskalandi í fyrra. Síðast tóku þeir þátt í Ólympíuleikunum árið 1980 er liðið náði sjöunda sæti. Pólverjar unnu þó brons árið 1976 og er það næstbesti árangur þeirra á stórmóti í handbolta frá upphafi. Sá besti náðist í Þýskalandi í fyrra. Þeir náðu þó ekki að fylgja þessum góða árangri eftir á EM í Noregi nú í janúar er liðið varð í áttunda sæti. 17.43 Það er að duga eða drepast fyrir heimamenn í dag. Pólverjar verða helst að vinna Íslendinga í dag til að þurfa ekki að treysta á að Ísland vinni Svía á morgun. Ísland getur hins vegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum með sigri í dag og vilja strákarnir sjálfsagt koma því úr vegi eins fljótt og auðið er. Pólland og Svíþjóð gerðu jafntefli í gær, 22-22, þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna í upphafi leiksins. Svíar unnu Argentínumenn fyrr í dag með tólf markamun en rétt eins og hjá Íslendingum í gær var um algjöran skyldusigur að ræða. Það er því útlit fyrir hörkuspennandi viðureign í dag.Leikmannahópur Íslands:Markverðir: Hreiðar Guðmundsson, Sävehof Birkir Ívar Guðmundsson, LübbeckeAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Flensburg Arnór Atlason, FC Köbenhavn Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG Einar Hólmgeirsson, Flensburg Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach Ingimundur Ingimundarson, Elverum Ólafur Stefánsson, Ciudad Real Róbert Gunnarsson, Gummersbach Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Sturla Ásgeirsson, Århus GF Vignir Svavarsson, Skjern Leikmannahópur Póllands:Markverðir: Slawomir Szmal Marcin Wichary Aðrir leikmenn: Bartlomiej Jaszka Krzysztof Lijewski Grzegorz Tkaczyk Karol Bielecki Artur Siodmiak Bartosz Jurecki Mariusz Jurasik Michal Juercki Tomasz Tluczynski Marcin Lijewski Rafal Glinski Pawel Piwko
Handbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira