Sólarkísilverksmiðja farin út af kortinu 27. ágúst 2008 00:01 Ólafur Áki Ragnarsson „Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana. Markaðir Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana.
Markaðir Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira