Handbolti

Haukar í Evrópukeppni bikarhafa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Daníel

Haukar luku keppni í þriðja sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu þó svo að liðið hafi tapað fyrir ungverska liðinu Veszprem á útivelli í dag, 34-25.

Þar sem að Flensburg vann sinn leik gegn Zaporozhye á útivelli í dag er ljóst að síðarnefnda liðið gat ekki náð Haukum að stigum.

Flensburg varð í efsta sæti riðilsins með tíu stig og fer áfram í fjórðungsúrslit keppninnar ásamt Veszprem sem varð í öðru sæti með átta stig. Haukar fengu fjögur stig og Zaporozhye tvö.

Þar með er ljóst að Haukar keppa í næstu umferð Evrópukeppni bikarhafa eins og önnur lið sem lenda í þriðja sæti sinna riðla í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×