Innlent

Alvarlegt umferðarslys

Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Miklubrautar Hringbrautar um klukkan hálf fjögur í nótt þegar bifreið var ekið á stálgrindverk. Fimm voru í bifreiðinni, fólk á þrítugsaldri, og voru allir fluttir á slysadeild. Einn farþegi, karlmaður, slasaðist mjög illa að sögn lögreglu. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu og ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×