Lífið

Nicole Kidman eignaðist stúlku

Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban.

Leikkonan Nicole Kidman sem er gift sveitasöngvaranum Keit Urban hefur fætt stúlkubarn.  Urban er staddur hjá henni og dóttur þeirra á sjúkrahúsinu í Nashville í Bandaríkjunum.

Að sögn talsmanns hjónanna eru nýbakaðir foreldrarnir himinlifandi og heilsast móður og barni vel. Stúlkan hefur verið nefnd Sunday Rose Kidman Urban en hún kom í heiminn í morgun.

Fyrir á Kidman tvö fósturbörn með leikaranum Tom Cruise en hún missti tvisvar fóstur í tíu ára hjónabandi sínu með honum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.