Innlent

Mokveiði hjá íslensku síldveiðiskipunum við Jan Mayen

Íslensk síldveiðiskip eru nú að mokveiða úr Norsk íslenska síldarstofninum við Jan Meyen.

Sigurður VE fyllti sig í nótt og er á landleið með fjórtán hundruð tonn en hann er eina skipið sem veiðir í nót ásamt Bjarni Ólafssyni sem fékk 800 tonn í einu kasti í nótt.

Hákon fékk 800 tonn eftir sex klukkustunda tog, en þar er flakað og fryst um borð, og er látið reka á meðan verið er að vinna úr aflanum. Skipstjórinn segir að hann gæti verið búinn að fá fleiri þúsund tonn, ef hann gæti verið stöðugt að veiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×