Sport

Davenport ekki með

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lindsay Davenport.
Lindsay Davenport.

Lindsay Davenport, tenniskonan reynslumikla, verður ekki með í einliðaleiknum á Ólympíuleikunum vegna meiðsla. Þessi 32 ára kona vann gull á leikunum 1996.

Davenport meiddist á hné á Wimbledon-mótinu og hefur ekki náð að jafna sig. Hún mun þó vera áfram í Peking og reyna að vera með í tvíliðaleiknum.

Hún er ekki fyrsta tenniskonan sem hefur þurft að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Maria Sharapova, Mary Pierce og Amelie Mauresmo tilkynntu allar í síðasta mánuði að þær gætu ekki tekið þátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×