713 milljarðar gufað upp frá áramótum 26. mars 2008 00:01 Bakkabræður berjast Verðmæti hluta bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona í Exista hafði rýrnað um fimmtíu milljarða frá áramótum. Pappírspeningarnir hafa fuðrað upp í Kauphöll Íslands frá áramótum. Markaðurinn/Villi Verðmæti sautján íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Þetta kemur fram í samantekt sem Vísir.is hefur birt á viðskiptavef sínum. Þar segir að til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23 prósenta hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39 prósenta hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30 prósenta hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21 prósents hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingarfélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94 prósenta hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarási og Eimskipi rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40 prósenta hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89 prósenta hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 55,5 prósent frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47 prósenta hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21 prósent hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða. Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verðmæti sautján íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Þetta kemur fram í samantekt sem Vísir.is hefur birt á viðskiptavef sínum. Þar segir að til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23 prósenta hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39 prósenta hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30 prósenta hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21 prósents hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingarfélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94 prósenta hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarási og Eimskipi rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40 prósenta hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89 prósenta hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 55,5 prósent frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47 prósenta hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21 prósent hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða.
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira