Í útilegu með öll þægindi 26. mars 2008 00:01 Björgvin Barðdal segir þægindi sem fólk sé vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. fréttablaðið/arnþór „Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
„Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira