Handbolti

Ciudad Real komið áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real.
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real. Mynd/Vilhelm
Ciudad Real tryggði sér í gær sæti í milliriðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Bosna Sarajevo á útivelli, 34-21.

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad Real sem er með fullt hús stiga í riðlinum. GOG er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en á leik til góða í dag.

Rhein Neckar Löwen, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, getur tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni í dag með sigri á Pick Szeged á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×