Handbolti

Guðjón Valur spilaði í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Bongarts
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk er Rhein-Neckar Löwen tapaði óvænt fyrir Wetzlar á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 33-31.

Wetzlar hafði sex marka forystu í hálfleik, 20-14 en Rhein-Neckar Löwen náði þó að jafna metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. En allt kom fyrir ekki.

Guðjón Valur hefur átt við meiðsli að stríða síðan hann meiddist í landsleik Íslands og Norðmanna fyrr í mánuðinum og missti af síðasta leik Rhein-Neckar Löwen vegna þessa.

Wetzlar er í þrettánda sæti deildarinnar með átta stig en þetta var aðeins þriðji sigurleikur liðsins á tímabilinu. Rhein-Neckar Löwen er í áttunda sæti með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×