Handbolti

Kiel vann Barcelona öðru sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Kiel vann í dag öruggan sjö marka sigur á Barcelona í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kiel fékk fullt hús stiga í sínum riðli.

Kiel vann fyrri leikinn gegn Barcelona ytra og dugði því jafntefli í dag til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Staðan í hálfleik var 16-11, Kiel í vil. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar er því lokið en nú tekur önnur við þar sem liðin sextán sem komast áfram verða dregin í fjóra fjögurra liða riðla. Efsta liðið í hverjum riðli kemst svo í undanúrslit keppninnar.

Liðin sem eru komin áfram:

Chambery Savoie

Celje Lasko

Ciudad Real

GOG Svendborg

Kiel

Barcelona

Hamburg

FC Köbenhavn

Chehovskie Medvedi

Portland San Antonio

Flensburg

Veszprem

Ademar Leon

Montpellier

Rhein-Neckar Löwen

HC Zagreb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×