Handbolti

Síðari hálfleikur varð Haukum að falli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Anton

Haukar töpuðu fyrir Flensburg í Meistaradeild Evrópu í dag, 34-25, eftir að hafa verið með yfirhöndina í hálfleik, 15-14.

Haukar byrjuðu mjög vel í leiknum og komust til að mynda í 8-4 forystu. Flensburg skoraði næstu fjögur mörk í leiknum en Haukar komust aftur í forystu, 10-8, og héldu henni til loka fyrri hálfleiks.

En snemma í síðari hálfleik var ljóst í hvað stefndi. Haukar komust í 17-16 en þá skoruðu leikmenn Flensburg sjö mörk í röð og breyttu stöðunni í 23-17.

Þar með voru gestirnir frá Þýskalandi búnir að taka öll völd í leiknum. Haukar náðu að halda í við Flensburg í nokkrar mínútur en þá skoraði Flensburg fimm mörk í röð og komst í tíu marka forystu, 30-20.

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Andri Stefan og Freyr Brynjarsson voru með fjögur mörk hvor.

Fyrr í dag vann Veszprem sigur á Zaporozhye, 33-22. Flensburg og Veszprem eru á toppi riðilsins með sex stig hvort, Haukar eru með fjögur og Zaporozhye er enn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×