Körfubolti

Töpuðu með 25 stigum á móti Notre Dame háskólanum

Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 27 stig.
Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 27 stig.

Körfuboltalið Notre Dame - háskólans vann 25 stiga sigur á íslenska karlalandsliðinu í körfubolta, 90-65, í lokaleik æfingamótsins á Írlandi í dag. Ísland vann einn af þremur leikjum sínum á mótinu en sá sigur kom gegn heimamönnum í Írlandi á föstudagskvöldið. Þetta var síðasti æfingaleikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leikinn í Evrópukeppninni sem er gegn Dönum þann 10. september í Laugardalshöll.

Notre Dame var 25-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann og 52-28 yfir í hálfleik. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í þriðja leikhluta og staðan var 69-46 fyrir lokaleikhlutann.

Logi Gunnarsson skoraði 27 stig í leiknum, flest þeirra í þriðja leikhlutanum, en Jakob Sigurðarson var næststigahæstur í íslenska liðinu með 9 stig. Kyle McAllarney skoraði 22 stig í leiknum og var eftir hann valinn leikmaður mótsins en Notre Dame- háskólinn vanna alla þrjá leiki sína á þessu æfingamóti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×