Fersk blóm nauðsynleg Vala Georgsdóttir skrifar 16. júlí 2008 00:01 „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur Fjeldsted, eigandi blómabúðarinnar Dans á rósum. Markaðurinn/Arnþór Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira