Fersk blóm nauðsynleg Vala Georgsdóttir skrifar 16. júlí 2008 00:01 „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur Fjeldsted, eigandi blómabúðarinnar Dans á rósum. Markaðurinn/Arnþór Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira