Tvenn stór utanþingsviðskipti áttu sér stað með bréf í Landsbankanum í morgun upp á 5,6 milljarða króna. Önnur viðskiptin voru upp á 4,5 milljarða króna en hin upp á rúman 1,1 milljarð.
127 viðskipti hafa átt sér stað með bréf Landsbankans frá því viðskipti hófust í morgun upp á tæpa 6,5 milljarða króna.
Gengi bréfa í bankanum hefur lækkað um 0,47 prósent í dag.
