Innlent

Nautgripir drápust í bruna í Landeyjum

MYND/Anton Brink

Hátt í hundrað nautgripir drápust og mikið fasteignartjón varð þegar eldur kviknaði í stóru nautgripahúsi við bæinn Vestra-Fíflholt í Landeyjum í morgun.

Bílstjóri skólabíls sá reyk leggja frá húsinu um klukkan sjö í morgun og kallaði á slökkvilið. Það hóf þegar að hjálpa gripum út og reykræsta jöfnum höndum en um það bil tvö hundruð nautgripir voru í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Dýralæknar eru að meta hvort aflífa þurfi einhverja þeirra gripa sem lifðu af vegna reykeitrunar. Eldsupptök eru ókunn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×