Erlent

Palestínumenn bítast enn

Óli Tynes skrifar
Amr Moussa, formaður Arababandalagsins.
Amr Moussa, formaður Arababandalagsins.

Ekki er mikill sáttatónn í félögum Hamas og Fatah samtakanna þótt þau hafi lofað því að leita sameiningar á fundum sem haldnir verða í Kaíró á komandi vikum.

Þannig sagði einn af æðstu leiðtogum Hamas: „Við vonum að viðræðurnar í Kaíró bindi enda á sundrunguna sem er að kenna flokki sem hafnaði vali þjóðarinnar."

Hann bætti svo um betur og sagði að Fatah samtökin hefðu hjálpað Ísraelum við að hersitja palestinsku þjóðina.

Ríki Arababandalagsins eru orðin nokkuð þreytt á sundrungu í röðum palestínumanna. Amr Moussa formaður bandalagsins sagði þannig á dögunum að aðildarríkin væru að íhuga refsiaðgerðir gegn þeim sem þverastir væru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×