Sport

Phelps bætti Ólympíumet

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Phelps í lauginni í Peking í morgun.
Michael Phelps í lauginni í Peking í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps er þegar byrjaður að láta til sín taka á Ólympíuleikunum í Peking. Hann bætti í morgun Ólympíumetið í 400 metra fjórsundi.

Metið átti hann sjálfur og setti í Aþenu fyrir fjórum árum. Hann bætti metið í dag um 0,44 sekúndur er hann synti á 4:07,82 mínútum í undanriðlunum í morgun.

Þetta var fyrsta keppnisgreinin í sundi á Ólympíuleikunum í Peking. Nú klukkan 12.20 að íslenskum tíma hefst keppni í 100 m bringusundi þar sem Jakob Jóhann Sveinsson er meðal keppenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×