Handbolti

Snorri lék með GOG á ný - RHL áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri Steinn Guðjónsson lék í dag með danska liðinu GOG í fyrsta sinn á tímabilinu en hann gekkst undir aðgerð eftir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í milliriðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

GOG vann sigur á ASE Doukas, 29-21, í Meistaradeildinni í dag og fór þar með langt með að tryggja sér sæti í milliriðlakeppninni.

Snorri Steinn skoraði fjögur mörk í dag en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað.

GOG er í öðru sæti B-riðils Meistaradeildarinnar með sex stig, tveimur á eftir Ciudad Real. Bosna Sarajevo er í þriðja sæti með tvö stig en Doukas er án stiga.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann sjö marka sigur á Pick Szeged frá Ungverjalandi á heimavelli, 35-28.

Rhein-Neckar Löwen er nú með fimm stiga forystu á Pick Szeged og Wisla Plock sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. HC Osiguranje-Zagreb er einnig með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×