Sport

Jakob: Átti að koma sterkari inn í lokin - Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Jakob Jóhann fyrir sundið í dag.
Jakob Jóhann fyrir sundið í dag. Mynd/Vilhelm
Jakob Jóhann Sveinsson var ekki ánægður með árangur sinn í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Hann varð í 47. sæti af 63 keppendum.

„Kafsundið í byrjun var alveg hræðilegt og ég lenti strax á eftir. Ég þurfti því að keyra upp að þeim í fyrstu tökunum. Síðan komst ég inn í sundið en síðustu 15 metrarnir voru alveg hræðilegir og ég skil ekki af hverju. Ég var búinn að æfa það vel og átti að geta komið mikið sterkari inn í lokin," sagði sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson sem átti ekki nógu góðan dag í sundhöllinni í Peking í dag.

Jakob var hundsvekktur með sjálfan sig eftir góða fyrri 50 metra en hann gaf mikið eftir á seinni 50 metrunum. Jakob mun einnig taka þátt í 200 metra bringusundi á leikunum.



Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×