Guðmundur: Óþægilegt að byrja á Argentínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2008 13:59 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður hans. Íslenska landsliðið í handbolta stendur í ströngu um helgina en þá fer fram undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Riðill Íslands í undankeppninni fer fram í Póllandi en ásamt gestgjöfunum er Ísland með Svíþjóð og Argentínu í riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram á Ólympíuleikana. „Við komum hingað til Póllands í dag eftir að hafa æft í Magdeburg í Þýskalandi undanfarna daga og hefur þetta allt gengið bærilega. Það eru engin frekari meiðsli á leikmönnum sem er vissulega ánægjulegt," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé vissulega ágætt að geta byrjað á því að fylgjast með Svíum og Pólverjum mætast á fyrsta keppnisdegi. En að sama skapi gæti það verið hættulegt að byrja á Argentínu. „Við vitum ekki mikið um Argentínu. Það eina sem við erum með um þá eru leikir þeirra á HM í Þýskalandi í fyrra. Það er frekar óþægilegt en við vitum mun meira um lið Póllands og Svíþjóðar." „Það verður því mjög mikilvægt að fara af fullum krafti í leikinn á morgun. Argentína hefur oft verið að stríða sterkari liðum, til að mynda tók það Pólverja 40 mínútur að hrista þá af sér á HM í Þýskalandi." Hann vill þó lítið segja um möguleika Íslands gegn Svíum og Pólverjum en fyrirfram er talið að þessi þrjú lið munu keppast um efstu tvö sætin í riðlinum. „Þetta er einfaldlega hörkuverkefni og ég get ekkert dæmt um okkar möguleika. Til að þetta takist okkur þarf mjög margt að ganga upp, það er bara þannig." „Ég á mér engin óskaúrslit í leik Póllands og Svíþjóðar á morgun. Við munum fyrst og fremst einbeita okkur að okkar leikjum og við viljum byrja á sigri gegn Argentínu á morgun. Hitt verður svo að fá að koma í ljós." Leikirnir þrír verða allir leiknir um helgina. Fyrst gegn Argentínu á morgun, þá gegn heimamönnum á laugardaginn og loks gegn Svíum á sunnudaginn. „Við fáum að tilkynna aðeins fjórtán leikmenn til leiks á morgun og fáum ekki að skipta út nema einum leikmanni og þá aðeins ef hann er meiddur. Það þarf því að keyra liðið áfram á fjórtán leikmönnum og má því mjög lítið út af bera. Þetta eru óneitanlega mjög sérstakar reglur." Guðmundur segir að hann hafi fyrst og fremst áhyggjur af varnarleiknum. „Við erum ekki með Sverri Jakobsson sem hefur verið mikilvægur hlekkur í okkar varnarleik. En sóknarleikurinn gegn mjög vel í æfingaleikjunum gegn Spáni um síðustu helgi en hann kemur heldur ekki af sjálfu sér. Við erum að fara að mæta liðum sem spila mjög sterkan varnarleik." Rúv verður með beinar útsendingar frá leikjunum þremur. Dagskráin er svohljóðandi: Föstudagur kl. 15.45: Ísland - Argentína Laugardagur kl. 18.00: Ísland - Pólland Sunnudagur kl. 16.00: Ísland - Svíþjóð Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta stendur í ströngu um helgina en þá fer fram undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Riðill Íslands í undankeppninni fer fram í Póllandi en ásamt gestgjöfunum er Ísland með Svíþjóð og Argentínu í riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram á Ólympíuleikana. „Við komum hingað til Póllands í dag eftir að hafa æft í Magdeburg í Þýskalandi undanfarna daga og hefur þetta allt gengið bærilega. Það eru engin frekari meiðsli á leikmönnum sem er vissulega ánægjulegt," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé vissulega ágætt að geta byrjað á því að fylgjast með Svíum og Pólverjum mætast á fyrsta keppnisdegi. En að sama skapi gæti það verið hættulegt að byrja á Argentínu. „Við vitum ekki mikið um Argentínu. Það eina sem við erum með um þá eru leikir þeirra á HM í Þýskalandi í fyrra. Það er frekar óþægilegt en við vitum mun meira um lið Póllands og Svíþjóðar." „Það verður því mjög mikilvægt að fara af fullum krafti í leikinn á morgun. Argentína hefur oft verið að stríða sterkari liðum, til að mynda tók það Pólverja 40 mínútur að hrista þá af sér á HM í Þýskalandi." Hann vill þó lítið segja um möguleika Íslands gegn Svíum og Pólverjum en fyrirfram er talið að þessi þrjú lið munu keppast um efstu tvö sætin í riðlinum. „Þetta er einfaldlega hörkuverkefni og ég get ekkert dæmt um okkar möguleika. Til að þetta takist okkur þarf mjög margt að ganga upp, það er bara þannig." „Ég á mér engin óskaúrslit í leik Póllands og Svíþjóðar á morgun. Við munum fyrst og fremst einbeita okkur að okkar leikjum og við viljum byrja á sigri gegn Argentínu á morgun. Hitt verður svo að fá að koma í ljós." Leikirnir þrír verða allir leiknir um helgina. Fyrst gegn Argentínu á morgun, þá gegn heimamönnum á laugardaginn og loks gegn Svíum á sunnudaginn. „Við fáum að tilkynna aðeins fjórtán leikmenn til leiks á morgun og fáum ekki að skipta út nema einum leikmanni og þá aðeins ef hann er meiddur. Það þarf því að keyra liðið áfram á fjórtán leikmönnum og má því mjög lítið út af bera. Þetta eru óneitanlega mjög sérstakar reglur." Guðmundur segir að hann hafi fyrst og fremst áhyggjur af varnarleiknum. „Við erum ekki með Sverri Jakobsson sem hefur verið mikilvægur hlekkur í okkar varnarleik. En sóknarleikurinn gegn mjög vel í æfingaleikjunum gegn Spáni um síðustu helgi en hann kemur heldur ekki af sjálfu sér. Við erum að fara að mæta liðum sem spila mjög sterkan varnarleik." Rúv verður með beinar útsendingar frá leikjunum þremur. Dagskráin er svohljóðandi: Föstudagur kl. 15.45: Ísland - Argentína Laugardagur kl. 18.00: Ísland - Pólland Sunnudagur kl. 16.00: Ísland - Svíþjóð
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Sjá meira