Handbolti

Boldsen: Norðmenn voru lélegir

Jan Thomas tekur á Joachim Boldsen í leik Noregs og Danmerkur í kvöld.
Jan Thomas tekur á Joachim Boldsen í leik Noregs og Danmerkur í kvöld. Nordic Photos / AFP

Joachim Boldsen sagði að Norðmenn hefðu verið lélegir í kvöld þrátt fyrir sigur á Dönum. Danir voru bara enn lélegri.

Boldsen átti sterka innkomu undir lok leiksins í kvöld en það dugði ekki til.

„Mér fannst bæði liðin vera léleg. Steinar Ege var afgerandi besti maður vallarins," sagði Boldsen. „Sóknarleikur liðsins er lélegur og norsku leikmennirnir gerðu allt af mörg mistök."

Þjálfari Dana, Ulrik Wilbek, var ekki sammála Boldsen. „Þeir eru að spila á heimavelli og munu ná langt á mótinu. Það er ekki eitt einasta lið betur stemmt en Noregur á þessu móti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×