Handbolti

Þjóðverjar lengi í gang gegn Hvít-Rússum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pascal Hens sækir hér að marki Hvít-Rússa í dag.
Pascal Hens sækir hér að marki Hvít-Rússa í dag. Nordic Photos / Bongarts

Heimsmeistarar Þjóðverja voru rúmar 40 mínútur að koma sér almennilega í gang gegn Hvít-Rússum í fyrsta leik C-riðils á EM í Noregi í dag.

Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Þjóðverja en góð byrjun Hvít-Rússa í síðari hálfleik gaf til kynna að heimsmeistararnir gætu lent í vandræðum.

En munurinn varð þó aldrei minni en tvö mörk og þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka skoruðu Þjóðverjar sex mörk í röð og gerðu um leið út um leikinn. Johannes Bitter fór einnig mikinn í marki Þjóðverja.

Á endanum vann Þýskaland öruggan átta marka sigur, 34-26. Markus Bayr skoraði sex mörk fyrir Þýskaland, þar af fimm úr vítum. Holger Glandorf skoraði fimm mörk.

Stórskyttan Barys Pukhouski fór mikinn í liði Hvít-Rússa og skroaði tíu mörk, þar af mörg úr svokölluðum kringluskotum sem Henning Fritz, markvörður Þjóðverja, réð ekkert við.

En Johannes Bitter átti gríðarlega sterka innkomu í síðari hálfliek og varði tíu af átján skotum sem gerir 56% markvörslu. Fritz varði fimm skot.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×