Viðskipti erlent

Almannasamgöngur í London tapa stórt á Kaupþingi

Almannasamgöngukerfi London-borgar, Traffic of London, mun hugsnlega tapa stórum fjárhæðum í kjölfar þess að Kaupþingsbankinn Singer & Friedlander er kominn í umsjón breska fjármálaeftirlitsins.

Samkvæmt frétt um málið í danska blaðinu Jyllands-Posten átti Traffic of London innistæður upp á 380 milljón pund, eða um 70 milljarða kr. hjá Singer & Friedlander.

Í versta falli gæti þessi upphæð tapast algerlega en borgarstjóri London, Boris Johnson vinnur nú að því að fá ríkisstjórnina til þess að fjármagna samgöngurnar í borginni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×