Handbolti

Róbert með fimm í sigri Gummersbach

Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach vann í dag tveggja marka sigur á Essen, 32-30, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Róbert Gunnarsson skoraði fimm marka Gummersbach í dag.

Gummersbach er í fimmta stæi deildarinnar með sextán stig, einu stigi á eftir Flensburg, Nordhorn og Gummersbach. Kiel er á toppnum með 21 stig.

Íslendingafélagið Hannover-Burgdorf tapaði mikilvægum leik í norðurriðli B-deildarinnar í dag. Liðið varð að játa sig sigrað á heimavelli gegn Emsdetten, 26-25.

Fyrir vikið höfðu liðin sætaskipti í deildinni en Hannover-Burgdorf er nú í fjórða sæti riðilsins með fjórtán stig eftir tíu leiki - sex stigum á eftir toppliði Lübbecke.

Hannes Jón Jónsson og Heiðmar Felixsson leika með Hannover-Burgdorf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×