Bílaiðnaðurinn keyrði hlutabréfamarkaðinn niður 19. nóvember 2008 21:00 Bandarískir miðlarar bera saman bækur sínar á Wall Street. Mynd/AP Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira