Viðskipti innlent

Kópavogur grípur til aðgerða vegna lóða í Vatnsendahverfi

Mörgum lóðum hefur verið úthlutað í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins en það fer vaxandi að fólk skili lóðum. Kópavogur ætlar að bregðast við.
Mörgum lóðum hefur verið úthlutað í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins en það fer vaxandi að fólk skili lóðum. Kópavogur ætlar að bregðast við.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir helgi að endurskoða kjör skuldabréfa og staðgreiðsluafslátt vegna lóða sem bærinn hefur úthlutað í Vatnsendahlíð. Ákveðið verður á næstu vikum hvernig kjörum verður breytt.

Ákvörðunin á við lóðir sem bæjarráð úthlutaði í nóvember síðastliðnum. Tilgangur þessa er að bregðast við breyttu efnahagsástandi.

Þá var um 200 lóðum úthlutað en nokkru hefur verið skilað.

Töluverðu hefur verið skilað af lóðum úr síðustu úthlutun á Völlunum í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld hafa ekki ákveðið aðgerðir, en það er ekki útilokað, að sögn Guðmundar Rúnars Árnasonar, formanns bæjarráðs. - ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×